Tuttuguþúsund í Kolaportinu um hverja helgi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2014 20:00 Eitt af síðustu verkum Jóns Gnarrs, borgarstjóra var í dag þegar hann undirritaði nýjan tíu ára leigusamning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við Kolaportið. Um tuttugu þúsund manns heimsækja Kolaportið hverja helgi. Fulltrúar Kolaportsins, sem fagnar 25 ára afmæli í ár og Jón Gnarr, borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs undirrituð nýja leigusamninginn, sem gildir til 2025. Borgarstjóri segir stunda hafa verið sérstaka fyrir sig. „Já, stór dagur fyrir mig vegna þess að ég er náttúrulega svolítið að loka hringnum, ég hóf mína kosningabaráttu á sínum tíma hér í Kolaportinu og núna lýk ég eitt af mínum síðustu embættisverkum,“ segir Jón Gnarr. Dagur B. Eggertsson er ánægður með nýja samninginn. „Ég er bara mjög stoltur af þessum samningi og mjög gaman að Kolaportið sé komið fyrir vind, þetta er búin að vera löng fæðing, við höfum þurft að taka slaginn fyrir Kolaportið nokkrum sinnum á undanförnum árum þannig að núna horfum við bara bjarsýn á framtíð Kolaportsins sem verður skemmtilegt áfram,“ segir hann. Kolaportið er bara opið um helgar en þangað koma um 20 þúsund manns um hverja helgi. Sölubásarnr eru um 80. „Ég er bara alsæl, bara eitt bros, þetta er dásamlegt alveg, nú fáum við að vera í friði næstu 10 árin, áhyggjulaus, það er bara frábært. Nú er hægt að framkvæma og gera ýmislegt hérna innandyra og byggja upp og gera bara ennþá betra Kolaport,“ segir Guðjóna Ásgrímsdóttir, eigandi kaffiteríu Kolaportsins. Jón Gnarr og Dagur eru í kosningaham, Jón er viss um að Dagur verði næsti borgarstjóra og hann er búin að ákveða hvenær lykaskiptin munu fara fram. „Já, 16. júní á milli 14:00 og 16:00,“ segir Jón og Dagur bætur við, „Fyrst þarf að kjósa“. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Eitt af síðustu verkum Jóns Gnarrs, borgarstjóra var í dag þegar hann undirritaði nýjan tíu ára leigusamning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við Kolaportið. Um tuttugu þúsund manns heimsækja Kolaportið hverja helgi. Fulltrúar Kolaportsins, sem fagnar 25 ára afmæli í ár og Jón Gnarr, borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs undirrituð nýja leigusamninginn, sem gildir til 2025. Borgarstjóri segir stunda hafa verið sérstaka fyrir sig. „Já, stór dagur fyrir mig vegna þess að ég er náttúrulega svolítið að loka hringnum, ég hóf mína kosningabaráttu á sínum tíma hér í Kolaportinu og núna lýk ég eitt af mínum síðustu embættisverkum,“ segir Jón Gnarr. Dagur B. Eggertsson er ánægður með nýja samninginn. „Ég er bara mjög stoltur af þessum samningi og mjög gaman að Kolaportið sé komið fyrir vind, þetta er búin að vera löng fæðing, við höfum þurft að taka slaginn fyrir Kolaportið nokkrum sinnum á undanförnum árum þannig að núna horfum við bara bjarsýn á framtíð Kolaportsins sem verður skemmtilegt áfram,“ segir hann. Kolaportið er bara opið um helgar en þangað koma um 20 þúsund manns um hverja helgi. Sölubásarnr eru um 80. „Ég er bara alsæl, bara eitt bros, þetta er dásamlegt alveg, nú fáum við að vera í friði næstu 10 árin, áhyggjulaus, það er bara frábært. Nú er hægt að framkvæma og gera ýmislegt hérna innandyra og byggja upp og gera bara ennþá betra Kolaport,“ segir Guðjóna Ásgrímsdóttir, eigandi kaffiteríu Kolaportsins. Jón Gnarr og Dagur eru í kosningaham, Jón er viss um að Dagur verði næsti borgarstjóra og hann er búin að ákveða hvenær lykaskiptin munu fara fram. „Já, 16. júní á milli 14:00 og 16:00,“ segir Jón og Dagur bætur við, „Fyrst þarf að kjósa“.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira