Segja kostnaðarreikninga ekki liggja fyrir Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. maí 2014 19:06 VÍSIR/STEFÁN Aðeins sex af fimmtán frambjóðendum sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa skilað upplýsingum til Ríkisendurskoðunar um kostnað vegna prófkjörs. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogi. Prófkjörið var haldið 8. febrúar en samkvæmt lögum skal skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar eigi síðar en þremur mánuðum eftir prófkjör hafi kostnaður farið yfir 400 þúsund krónur. Hafi kostnaðurinn verið minni er þó mælst til þess að frambjóðendur sendi yfirlýsingu um slíkt. Meðal þeirra sem ekki hafa hvorki skilað uppgjöri né yfirlýsingu eru Ármanna Kr. Ólafsson, oddviti flokksins og Margrét Friðriksdóttir sem skipar annað sætið. Ármann sagði í samtalið við bæjarblaðið að sótt hefði verið um frest til að skila inn gögnum. Endanlegir kostnaðarreikningar og styrkir hefðu enn ekki skilað sér. Hann segir þó ljóst að kostnaðurinn sé innan tilskilinna marka. Samkvæmt lögum mega frambjóðendur í Kópavogi nota mest eina milljón króna til prófkjörs. Margrét segir tímann sem gefinn sé til að ganga frá uppgjörinu einfaldlega of stuttan enda algengt að frambjóðendur nái ekki að skila innan settra viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram á fréttasíðunni Kópavogsfréttum. Hún segir í raun algengara en ekki að uppgjör dragist fram yfir tímamörk. Hvað hana varði séu ennþá ófrágengin loforð um stuðning við framboð og því ekki ljóst hver endanleg niðurstaða verði. Hún muni senda ríkisendurskoðun uppgjörið um leið og það liggur fyrir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Aðeins sex af fimmtán frambjóðendum sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa skilað upplýsingum til Ríkisendurskoðunar um kostnað vegna prófkjörs. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogi. Prófkjörið var haldið 8. febrúar en samkvæmt lögum skal skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar eigi síðar en þremur mánuðum eftir prófkjör hafi kostnaður farið yfir 400 þúsund krónur. Hafi kostnaðurinn verið minni er þó mælst til þess að frambjóðendur sendi yfirlýsingu um slíkt. Meðal þeirra sem ekki hafa hvorki skilað uppgjöri né yfirlýsingu eru Ármanna Kr. Ólafsson, oddviti flokksins og Margrét Friðriksdóttir sem skipar annað sætið. Ármann sagði í samtalið við bæjarblaðið að sótt hefði verið um frest til að skila inn gögnum. Endanlegir kostnaðarreikningar og styrkir hefðu enn ekki skilað sér. Hann segir þó ljóst að kostnaðurinn sé innan tilskilinna marka. Samkvæmt lögum mega frambjóðendur í Kópavogi nota mest eina milljón króna til prófkjörs. Margrét segir tímann sem gefinn sé til að ganga frá uppgjörinu einfaldlega of stuttan enda algengt að frambjóðendur nái ekki að skila innan settra viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram á fréttasíðunni Kópavogsfréttum. Hún segir í raun algengara en ekki að uppgjör dragist fram yfir tímamörk. Hvað hana varði séu ennþá ófrágengin loforð um stuðning við framboð og því ekki ljóst hver endanleg niðurstaða verði. Hún muni senda ríkisendurskoðun uppgjörið um leið og það liggur fyrir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira