Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn þegar Rosengård tapaði 2-1 fyrir Tyresö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Christen Press reyndist hetja Tyresö en hún skoraði bæði mörk liðsins á 28. og 85. mínútu, eftir að Elin Rubensson hafði komið Rosengård yfir á 19. mínútu.
Þóra B. Helgadóttir sat allan tímann á varamannabekk Rosengård en fyrr vikunni var tilkynnt að hún væri á förum frá liðinu.
Þrátt fyrir tapið situr Rosengård enn á toppi deildarinnar með 15 stig, þremur stigum á undan Örebro.
Rosengård enn á toppnum þrátt fyrir tap
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti

Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn