Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. maí 2014 16:00 Sveinbjörg var gestur Arnþrúðar á Útvarpi Sögu í dag. Vísir/Valli/GVA Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, vill að Íslendingar líti á reynslu þjóðanna í kringum sig þegar það kemur að samskiptum múslima og kristinna manna. Þetta kom fram í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur og Sveinbjargar á Útvarpi Sögu fyrr í dag. Mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vill að Reykvíkingar fái að kjósa um málið. Sveinbjörg sagðist í viðtalinu ekkert hafa á móti múslimum og moskum. Sveinbjörg er fráskilin og benti á að fyrrum eiginmaður hennar er nú giftur konu sem er múslimi. „Stjúpmóðir barna minna er múslimi,“ sagði hún og talaði afar vel um konuna. Hún ítrekaði að hún væri ekki á móti múslimum og væri hlynnt trúfrelsi.Vonar að allir lifi í sátt og samlyndiÞær ræddu mikið um múslima og moskur og sagði Arnþrúður marga hafa haft samband við hana og lýst yfir áhyggjum sínum á fjölgun múslima hér á Íslandi. „Við höfum fengið ítrekaðar viðvaranir. Fólk segir við okkur: „Ekki opna á þessa leið – ekki opna á moskurnar.“ Hún spurði svo Sveinbjörgu: „Hvað erum við að kalla yfir okkur með þessu? Eiga múslimar samleið með kristnum mönnum?“ Sveinbjörg svaraði spurningunni: „Það er ekki hægt að gefa sér eitthvað svona fyrirfram. Auðvitað vonar maður að allt gangi vel og allir lifi í sátt og samlyndi. En það er ekkert nýtt undir sólinni. Við þurfum að horfa í kringum okkur og hvernig hlutirnir hafa farið. Þá þurfum við að taka þá umræðuna, hvað má betur fara?“ Sveinbjörg sagði að þó hún vildi afturkalla lóð sem var úthlutað til Félags múslima hér á landi sé hún ekki á móti múslimum. Sveinbjörg er fráskilinn og er fyrrum eiginmaður hennar nú giftur konu sem er múslimi. „Þetta er yndisleg kona. Ég gæti ekki hugsað mér betri stjúpmóður fyrir börnin mín,“ sagði hún um konuna.„Ekki á móti moskum og múslimum per se“Sveinbjörg ítrekaði þá skoðun sína í viðtalinu að hún vildi að íbúar Reykjavíkur myndu fá að kjósa um þessa lóðarúthlutun til múslima, sem var afgreidd í september á síðasta ári í borgarstjórn. Margir hlustendur Útvarps Sögu hringdu inn og ræddu við Sveinbjörgu. Þeir voru margir mjög sammála henni. Einn maður sagði: „Ég þakka þér þessa hugulsemi, að koma þessari mosku í burtu. Ég bý skammt frá fyrirhugaðri mosku, reyndar í Grafarholti, en ég vil ekki sjá þetta.“ Sveinbjörg vildi ekki taka í sama streng og maðurinn. „„Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt.“ Annar maður, sem býr í grennd við fyrirhugaða mosku vildi að íbúarnir á svæðinu fengju að kjósa um málið. Sveinbjörg sagði að hún vildi að allir borgarbúar myndu fá að kjósa um hvort múslimar ættu að fá þessa lóð. „Þetta varðar okkur meira, íbúana í hverfinu,“ sagði maðurinn og Sveinbjörg svaraði um hæl: „Ég skil alveg þau sjónarmið. Og þær áhyggjur sem þú hefur sem íbúi hverfisins.“Vill endurskoða lög um KristnisjóðSveinbjörg sagðist hafa heyrt að samkvæmt lögum um Kristnisjóð, þar sem kemur fram að sveitarfélög eigi að veita ókeypis land undir kirkjur, og trúfrelsisákvæði Stjórnarskrár Íslands sé borginni skylt að veita múslimum og öðrum trúarhópum land án endurgjalds til byggingu mosku og sambærilegra bygginga. Sveinbjörg segist vilja endurskoða þessi lög, sem eru frá 1970. Í viðtalinu líkti Arnþrúður Karlsdóttir málinu saman við Evrópusambandsmálið svokallaða. Arnþrúður benti á að fólk vildi fá að kjósa um Evrópusambandið og ætti því líka að fá að kjósa um hvort múslimar eigi að fá land undir mosku. Sveinbjörg sagði í upphafi viðtalsins að skoðanir hennar ættu við öll trúfélög – að ríkið eigi ekki að veita trúfélögum ókeypis lóðir. En í viðtalinu og símatímanum var nánast eingöngu rætt um múslima og byggingu mosku. Flestir þeir sem hringdu inn vildu ekki mosku í Reykjavík. „Ég vil að moskan sé reist inn í miðju Íslandi. Ég lýsi andstöðu minni á þessu dæmi,“ sagði einn hlustandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, vill að Íslendingar líti á reynslu þjóðanna í kringum sig þegar það kemur að samskiptum múslima og kristinna manna. Þetta kom fram í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur og Sveinbjargar á Útvarpi Sögu fyrr í dag. Mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vill að Reykvíkingar fái að kjósa um málið. Sveinbjörg sagðist í viðtalinu ekkert hafa á móti múslimum og moskum. Sveinbjörg er fráskilin og benti á að fyrrum eiginmaður hennar er nú giftur konu sem er múslimi. „Stjúpmóðir barna minna er múslimi,“ sagði hún og talaði afar vel um konuna. Hún ítrekaði að hún væri ekki á móti múslimum og væri hlynnt trúfrelsi.Vonar að allir lifi í sátt og samlyndiÞær ræddu mikið um múslima og moskur og sagði Arnþrúður marga hafa haft samband við hana og lýst yfir áhyggjum sínum á fjölgun múslima hér á Íslandi. „Við höfum fengið ítrekaðar viðvaranir. Fólk segir við okkur: „Ekki opna á þessa leið – ekki opna á moskurnar.“ Hún spurði svo Sveinbjörgu: „Hvað erum við að kalla yfir okkur með þessu? Eiga múslimar samleið með kristnum mönnum?“ Sveinbjörg svaraði spurningunni: „Það er ekki hægt að gefa sér eitthvað svona fyrirfram. Auðvitað vonar maður að allt gangi vel og allir lifi í sátt og samlyndi. En það er ekkert nýtt undir sólinni. Við þurfum að horfa í kringum okkur og hvernig hlutirnir hafa farið. Þá þurfum við að taka þá umræðuna, hvað má betur fara?“ Sveinbjörg sagði að þó hún vildi afturkalla lóð sem var úthlutað til Félags múslima hér á landi sé hún ekki á móti múslimum. Sveinbjörg er fráskilinn og er fyrrum eiginmaður hennar nú giftur konu sem er múslimi. „Þetta er yndisleg kona. Ég gæti ekki hugsað mér betri stjúpmóður fyrir börnin mín,“ sagði hún um konuna.„Ekki á móti moskum og múslimum per se“Sveinbjörg ítrekaði þá skoðun sína í viðtalinu að hún vildi að íbúar Reykjavíkur myndu fá að kjósa um þessa lóðarúthlutun til múslima, sem var afgreidd í september á síðasta ári í borgarstjórn. Margir hlustendur Útvarps Sögu hringdu inn og ræddu við Sveinbjörgu. Þeir voru margir mjög sammála henni. Einn maður sagði: „Ég þakka þér þessa hugulsemi, að koma þessari mosku í burtu. Ég bý skammt frá fyrirhugaðri mosku, reyndar í Grafarholti, en ég vil ekki sjá þetta.“ Sveinbjörg vildi ekki taka í sama streng og maðurinn. „„Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt.“ Annar maður, sem býr í grennd við fyrirhugaða mosku vildi að íbúarnir á svæðinu fengju að kjósa um málið. Sveinbjörg sagði að hún vildi að allir borgarbúar myndu fá að kjósa um hvort múslimar ættu að fá þessa lóð. „Þetta varðar okkur meira, íbúana í hverfinu,“ sagði maðurinn og Sveinbjörg svaraði um hæl: „Ég skil alveg þau sjónarmið. Og þær áhyggjur sem þú hefur sem íbúi hverfisins.“Vill endurskoða lög um KristnisjóðSveinbjörg sagðist hafa heyrt að samkvæmt lögum um Kristnisjóð, þar sem kemur fram að sveitarfélög eigi að veita ókeypis land undir kirkjur, og trúfrelsisákvæði Stjórnarskrár Íslands sé borginni skylt að veita múslimum og öðrum trúarhópum land án endurgjalds til byggingu mosku og sambærilegra bygginga. Sveinbjörg segist vilja endurskoða þessi lög, sem eru frá 1970. Í viðtalinu líkti Arnþrúður Karlsdóttir málinu saman við Evrópusambandsmálið svokallaða. Arnþrúður benti á að fólk vildi fá að kjósa um Evrópusambandið og ætti því líka að fá að kjósa um hvort múslimar eigi að fá land undir mosku. Sveinbjörg sagði í upphafi viðtalsins að skoðanir hennar ættu við öll trúfélög – að ríkið eigi ekki að veita trúfélögum ókeypis lóðir. En í viðtalinu og símatímanum var nánast eingöngu rætt um múslima og byggingu mosku. Flestir þeir sem hringdu inn vildu ekki mosku í Reykjavík. „Ég vil að moskan sé reist inn í miðju Íslandi. Ég lýsi andstöðu minni á þessu dæmi,“ sagði einn hlustandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46