Turbine Potsdam varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku Bundesligunnar í fótbolta þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Cloppenburg í dag.
Virginia Kirchberger kom Cloppenburg yfir á 6. mínútu, en norska landsliðskonan Ada Hederberg jafnaði leikinn fjórum mínútum síðar.
Cloppenberg komst aftur yfir með marki Mandy Islacker eftir 17 mínútna leik, en Lidija Kulis jafnaði á ný fyrir Potsdam snemma í seinni hálfleik.
Guðbjörg Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Potsdam.
Potsdam er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir ríkjandi Þýskalandsmeisturum Wolfsburg sem unnu Essen 4-0 í dag. Frankfurt á möguleika á að komast á toppinn seinna í dag vinni liðið Hoffenheim á útivelli. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
Guðbjörg sat allan tímann á bekknum í jafntefli Potsdam
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn