Kristanstads, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, vann í dag 1-0 sigur á Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Linnea Liljegärd skoraði eina mark leiksins á upphafsmínútunni og þar við sat.
Allir þrír Íslendingarnir í herbúðum Kristianstads voru í byrjunarliðinu í dag og léku allan leikinn.
Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir og Sif Atladóttir hafa leikið alla sjö leiki Kristanstads í deildinni, en Guðný Björk Óðinsdóttir lék í dag sinn fyrsta leik í byrjunarliði á tímabilinu.
Eftir sigurinn situr Kristianstads í 8. sæti deildarinnar með tíu stig.
Þrír Íslendingar í byrjunarliði Kristianstads í sigri á Umeå
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn