Víðtæk sátt um skipulagsmálin Bjarni Torfi Álfþórsson skrifar 24. maí 2014 15:59 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið í mikilli og góðri samvinnu meiri – og minnihluta skipulagsnefndar að deiliskipulagi nokkurra hverfa bæjarins með það markmið að ljúka skref fyrir skref skipulagningu bæjarins í heild. Vinna sem þessi tekur alla jafna nokkurn tíma, þar sem þess er gætt að hafa mikið og ítarlegt samráð við íbúa og fjöldi kynningarfunda haldinn í því skyni. Engu að síður miðar verkinu vel og er útlit fyrir, að um mitt þetta ár verði búið að deiliskipuleggja ríflega helming allrar byggðar bæjarins og það í breiðri sátt.Lítilsháttar fækkun íbúa stendur til bóta Íbúum Seltjarnarness hefur fjölgað um 1% á liðnu ári og eru nú um 4.400 , en hafði fækkað lítillega árin áður og er eðlileg skýring á því. Ekki eru hér í bæ sömu aðstæður og víðast annars staðar. Þar er landrými nægt til þess að ný hverfi geti risið á óbrotnu landi og íbúafjöldi haldið viðstöðulítið áfram að vaxa eftir því sem þjóðinni fjölgar. Seltjarnarnes er landminnsta sveitarfélag Íslands og hefur því ekki sömu möguleika og önnur bæjarfélög að þessu leyti. Það er ekki stefna okkar að sækja land út í sjó með fyllingum eða byggja á vestursvæðunum. En við höfum í nánu samráði við íbúa skipulagt nýja byggð við Bygggarða, auk þess sem auðir byggingarreitir hafa verið skipulagðir. Þannig horfum við nú fram á fjölgun íbúa í bænum. Með haganlega hönnuðum húsum sem bæjaryfirvöld hafa með skipulagsaðgerðum sínum beitt sér fyrir að rísi verður m.a. bætt úr þeirri þörf sem verið hefur fyrir fleiri tiltölulega litlar og meðalstórar íbúðir. Þessar nýbyggingar fela í sér tækifæri fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap og sömuleiðis eldri bæjarbúa sem vilja minnka við sig.Fróðlegt yfirlit yfir stærð íbúðarhúsnæðis Fróðlegt er annars að skoða hvernig háttað er stærð íbúðarhúsnæðis í bænum. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna heildaryfirlit yfir þær rúmlega 1600 íbúðir og einbýlishús sem eru á Seltjarnarnesi.Íbúða- eða húsastærð í fermetrumFjöldi íbúðaHlutfall hvers stærðar-flokks af heildinniUppsafnað – hverjum stærðarflokki bætt viðInnan við 60885,5 %5,5 %60 -70986,1 %11,6 %70 -80845,2 %16,8 %80 -90855,3 %22,1 %90 -100764,7 %26,9 %100 - 12019612,2 %39,1 %120 - 15028517,8 %56,8 %150 – 20030919,3 %76,1 %200 – 25021913,6 %89,7 %250 – 3001106,9 %96,6 %300 eða meira553,4 %100 %Eins og sést á töflunni eru nær 17 % allra íbúða í bæjarfélaginu innan við 80 fermetra. Þá er fjöldi íbúða 100 fm eða minni, meiri en húsnæðis yfir 200 fm að stærð. Þetta mun líklega koma sumum á óvart, því töluvert hefur verið gert úr því að minni og meðalstórar íbúðir væru fáar í bænum.Nálægt 200 nýjar íbúðir – umferðaræðar höfuðborgarinnar mikilvægar Í skipulagsvinnu síðustu missera hefur verið skipulögð byggð þar sem áður var iðnaðarsvæði við Bygggarða. Tekur hin nýja byggð mið af þeirri sem fyrir er í grenndinni og verða þarna ýmist einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús. Hæð húsa þ. á m. fjölbýlishúsanna mun ekki fara yfir það sem verið hefur á svæðinu og gott rými verður fyrir götur, gangstíga, svo og leiksvæði og útivist íbúa utan lóða. Á þessu svæði og fáeinum öðrum á Nesinu munu rísa nálægt 200 nýjar íbúðir. Mun hlutfall lítilla íbúða hækka enn frekar frá því sem nú er. Í ljósi alls þessa er ég þess fullviss að hér mun brátt verða gott framboð á íbúðum í öllum stærðum fyrir allar fjölskyldustærðir og bærinn halda áfram að eflast. Auk framangreindra þátta sem lúta að skipulagningu og byggingarstarfsemi í bæjarfélaginu sjálfu er vert að geta þess, að í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur af hálfu Seltjarnarness verið lögð rík áhersla á að tryggja að sem greiðfærast sé um helstu akstursleiðir Seltirninga inn í borgina og áfram út úr henni. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes hafa gert samkomulag um að akreinum á stofnbrautum vestan Kringlumýrarbrautar og akreinum á Mýrargötu/Geirsgötu verði ekki fækkað nema í samkomulagi Seltjarnarnesbæ og það er stefna þeirra sem farið hafa með skipulagsmálin á Seltjarnarnesi og stjórn bæjarfélagsins að unnið verði áfram í eindrægni að skipulagsmálunum á komandi árum í náinni samvinnu við bæjarbúa. Einungis þannig verður bæjarskipulagið sú umgjörð um blómlegt og fagurt mannlíf sem við öll viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið í mikilli og góðri samvinnu meiri – og minnihluta skipulagsnefndar að deiliskipulagi nokkurra hverfa bæjarins með það markmið að ljúka skref fyrir skref skipulagningu bæjarins í heild. Vinna sem þessi tekur alla jafna nokkurn tíma, þar sem þess er gætt að hafa mikið og ítarlegt samráð við íbúa og fjöldi kynningarfunda haldinn í því skyni. Engu að síður miðar verkinu vel og er útlit fyrir, að um mitt þetta ár verði búið að deiliskipuleggja ríflega helming allrar byggðar bæjarins og það í breiðri sátt.Lítilsháttar fækkun íbúa stendur til bóta Íbúum Seltjarnarness hefur fjölgað um 1% á liðnu ári og eru nú um 4.400 , en hafði fækkað lítillega árin áður og er eðlileg skýring á því. Ekki eru hér í bæ sömu aðstæður og víðast annars staðar. Þar er landrými nægt til þess að ný hverfi geti risið á óbrotnu landi og íbúafjöldi haldið viðstöðulítið áfram að vaxa eftir því sem þjóðinni fjölgar. Seltjarnarnes er landminnsta sveitarfélag Íslands og hefur því ekki sömu möguleika og önnur bæjarfélög að þessu leyti. Það er ekki stefna okkar að sækja land út í sjó með fyllingum eða byggja á vestursvæðunum. En við höfum í nánu samráði við íbúa skipulagt nýja byggð við Bygggarða, auk þess sem auðir byggingarreitir hafa verið skipulagðir. Þannig horfum við nú fram á fjölgun íbúa í bænum. Með haganlega hönnuðum húsum sem bæjaryfirvöld hafa með skipulagsaðgerðum sínum beitt sér fyrir að rísi verður m.a. bætt úr þeirri þörf sem verið hefur fyrir fleiri tiltölulega litlar og meðalstórar íbúðir. Þessar nýbyggingar fela í sér tækifæri fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap og sömuleiðis eldri bæjarbúa sem vilja minnka við sig.Fróðlegt yfirlit yfir stærð íbúðarhúsnæðis Fróðlegt er annars að skoða hvernig háttað er stærð íbúðarhúsnæðis í bænum. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna heildaryfirlit yfir þær rúmlega 1600 íbúðir og einbýlishús sem eru á Seltjarnarnesi.Íbúða- eða húsastærð í fermetrumFjöldi íbúðaHlutfall hvers stærðar-flokks af heildinniUppsafnað – hverjum stærðarflokki bætt viðInnan við 60885,5 %5,5 %60 -70986,1 %11,6 %70 -80845,2 %16,8 %80 -90855,3 %22,1 %90 -100764,7 %26,9 %100 - 12019612,2 %39,1 %120 - 15028517,8 %56,8 %150 – 20030919,3 %76,1 %200 – 25021913,6 %89,7 %250 – 3001106,9 %96,6 %300 eða meira553,4 %100 %Eins og sést á töflunni eru nær 17 % allra íbúða í bæjarfélaginu innan við 80 fermetra. Þá er fjöldi íbúða 100 fm eða minni, meiri en húsnæðis yfir 200 fm að stærð. Þetta mun líklega koma sumum á óvart, því töluvert hefur verið gert úr því að minni og meðalstórar íbúðir væru fáar í bænum.Nálægt 200 nýjar íbúðir – umferðaræðar höfuðborgarinnar mikilvægar Í skipulagsvinnu síðustu missera hefur verið skipulögð byggð þar sem áður var iðnaðarsvæði við Bygggarða. Tekur hin nýja byggð mið af þeirri sem fyrir er í grenndinni og verða þarna ýmist einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús. Hæð húsa þ. á m. fjölbýlishúsanna mun ekki fara yfir það sem verið hefur á svæðinu og gott rými verður fyrir götur, gangstíga, svo og leiksvæði og útivist íbúa utan lóða. Á þessu svæði og fáeinum öðrum á Nesinu munu rísa nálægt 200 nýjar íbúðir. Mun hlutfall lítilla íbúða hækka enn frekar frá því sem nú er. Í ljósi alls þessa er ég þess fullviss að hér mun brátt verða gott framboð á íbúðum í öllum stærðum fyrir allar fjölskyldustærðir og bærinn halda áfram að eflast. Auk framangreindra þátta sem lúta að skipulagningu og byggingarstarfsemi í bæjarfélaginu sjálfu er vert að geta þess, að í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur af hálfu Seltjarnarness verið lögð rík áhersla á að tryggja að sem greiðfærast sé um helstu akstursleiðir Seltirninga inn í borgina og áfram út úr henni. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes hafa gert samkomulag um að akreinum á stofnbrautum vestan Kringlumýrarbrautar og akreinum á Mýrargötu/Geirsgötu verði ekki fækkað nema í samkomulagi Seltjarnarnesbæ og það er stefna þeirra sem farið hafa með skipulagsmálin á Seltjarnarnesi og stjórn bæjarfélagsins að unnið verði áfram í eindrægni að skipulagsmálunum á komandi árum í náinni samvinnu við bæjarbúa. Einungis þannig verður bæjarskipulagið sú umgjörð um blómlegt og fagurt mannlíf sem við öll viljum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun