Menningin er vel metin Katrín Pálsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:54 Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun