Bara fyrsta skref af mörgum Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 16:41 Fulltrúar Reykjavíkurborgar segja að myndin úr aðalskipulagi lýsi engan veginn stefnu borgarinnar. Vísir/Aðsend/Vilhelm Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52
Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43