Vagga menningar og lista Hreiðar Örn Zoega Stefánsson skrifar 23. maí 2014 10:19 Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar