Erlendir svikahrappar halda vöku fyrir Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 14:57 VISIR/AFP Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Súrínam Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Súrínam Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira