Grafa græðlingar undan Samfylkingunni í Sandgerði? Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 13:41 Ólafur Þór Ólafsson er oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði VISIR/HREINN Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira