Tapa 1,6 milljónum á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2014 13:26 Fiat 500e rafmagnsbíllinn. Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hefur skilað hagnaði undanfarið, en það er ekki vegna þess að Fiat merkinu gangi svo vel, heldur er það vegna þess að Fiat á Chrysler. Hagnaður af rekstri Chrysler gerir meira en að vega upp tapreksturinn hjá Fiat, en langt er síðan það skilaði hagnaði af rekstri. Það þykir almennt ekki góð lexía að framleiða bíl og selja með tapi. Enn verra er líklega að selja hvern bíl með 1,6 milljón króna tapi. Það gerir samt Fiat er fyrirtækið selur hvern einasta Fiat 500e, en sá bíll er með rafmagnsdrifrás. Á blaðamannafundi um daginn sagði Sergio Marchionne, forstjóri Fiat og Chrysler, að hann vonaðist til þess að sem fæstir keyptu þennan bíl þar sem við hverja sölu tapaði hann 14.000 dollurum, eða um 1,6 milljónum króna. Það er þekkt staðreynd að framleiðsla rafmagnsbíla er dýr, en vonandi er að sem fæstir framleiðendur þeirra tapi á hverjum seldum bíl. Í Bandaríkjunum kostar Fiat 500e 32.300 dollara, en þó hann myndi kosta 46.300 dollara myndi Fiat ekki hagnast. Fiat getur þó ekki boðið hann á þessu verði í samkeppni við aðra ódýrari rafmagnsbíla. Hætt er við því að þessi tiltekni bíll Fiat verði tekinn úr framleiðslu á næstunni. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent
Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hefur skilað hagnaði undanfarið, en það er ekki vegna þess að Fiat merkinu gangi svo vel, heldur er það vegna þess að Fiat á Chrysler. Hagnaður af rekstri Chrysler gerir meira en að vega upp tapreksturinn hjá Fiat, en langt er síðan það skilaði hagnaði af rekstri. Það þykir almennt ekki góð lexía að framleiða bíl og selja með tapi. Enn verra er líklega að selja hvern bíl með 1,6 milljón króna tapi. Það gerir samt Fiat er fyrirtækið selur hvern einasta Fiat 500e, en sá bíll er með rafmagnsdrifrás. Á blaðamannafundi um daginn sagði Sergio Marchionne, forstjóri Fiat og Chrysler, að hann vonaðist til þess að sem fæstir keyptu þennan bíl þar sem við hverja sölu tapaði hann 14.000 dollurum, eða um 1,6 milljónum króna. Það er þekkt staðreynd að framleiðsla rafmagnsbíla er dýr, en vonandi er að sem fæstir framleiðendur þeirra tapi á hverjum seldum bíl. Í Bandaríkjunum kostar Fiat 500e 32.300 dollara, en þó hann myndi kosta 46.300 dollara myndi Fiat ekki hagnast. Fiat getur þó ekki boðið hann á þessu verði í samkeppni við aðra ódýrari rafmagnsbíla. Hætt er við því að þessi tiltekni bíll Fiat verði tekinn úr framleiðslu á næstunni.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent