Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Björn Jón fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirihluta komnar. Vísir/Aðsend/HAG „Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52