Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. maí 2014 22:15 Renan Barao rotar Eddie Wineland með snúandi hliðarsparki. Vísir/Getty Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira