Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 16:20 Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. VISIR/GVA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent