Hleypurðu eins og rækja? Rikka skrifar 20. maí 2014 13:07 Mynd/Gettyimages Þeir eru nokkrir byrjendurnir í hlaupaíþróttinni sem hætta við eftir nokkrar tilraunir vegna eymsla í líkamanum og þá er ekki verið að tala um venjulegar harðsperrur heldur vöðvabólgu í öxlum og eymsli í mjóbaki. Auðvitað þarf líkaminn að venjast nýjum aðstæðum og geta fyrstu skiptin tekið örlítið á líkamann en það sem skiptir mestu máli í upphafi að langlífu sambandi við hlaupaíþróttina er að hlaupa í réttri líkamsstellingu. Margir byrjendur einblína of mikið á lengd hlaupsins og eiga það til að hnipra líkamann saman og líta út eins og rækjur á hlaupum, það segir sig sjálft að það getur ekki verið gott. Rétta leiðin er að hlaupa beinn í baki líkt og ballerína og vera svo sultuslakur í öxlunum. Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir Meb Keflezighi bandaríski maraþonhlauparinn og ólympíufarinn okkur réttu líkamsstöðuna sem gott er að hafa í huga á hlaupum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Heilsa Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þeir eru nokkrir byrjendurnir í hlaupaíþróttinni sem hætta við eftir nokkrar tilraunir vegna eymsla í líkamanum og þá er ekki verið að tala um venjulegar harðsperrur heldur vöðvabólgu í öxlum og eymsli í mjóbaki. Auðvitað þarf líkaminn að venjast nýjum aðstæðum og geta fyrstu skiptin tekið örlítið á líkamann en það sem skiptir mestu máli í upphafi að langlífu sambandi við hlaupaíþróttina er að hlaupa í réttri líkamsstellingu. Margir byrjendur einblína of mikið á lengd hlaupsins og eiga það til að hnipra líkamann saman og líta út eins og rækjur á hlaupum, það segir sig sjálft að það getur ekki verið gott. Rétta leiðin er að hlaupa beinn í baki líkt og ballerína og vera svo sultuslakur í öxlunum. Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir Meb Keflezighi bandaríski maraþonhlauparinn og ólympíufarinn okkur réttu líkamsstöðuna sem gott er að hafa í huga á hlaupum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Heilsa Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira