Kristinn Steindórsson skoraði eina mark Halmstad sem gerði 1-1 jafntefli við Karlmar á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Kristinn Halmstad yfir á 65. mínútu.
Lengi vel benti allt til þess að mark Kristins myndi tryggja Halmstad sigur í leiknum eða allt þar til Nenad Djordjevic jafnaði metin í uppbótartíma.
Kalmar er í þriðja sæti deildarinnar en Halmstad er í 14. sæti með, stigi frá fallsæti.
Kristinn skoraði í jafnteflisleik
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti
