Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 14:34 Halldór Auðar ásamt foreldrum sínum. Mynd/Kristófer Helgason „Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Sjá meira
„Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30