RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 10:30 Dagur með fjölskyldu sinni á kjörstað fyrr í dag. Mynd/Kristófer Helgason „Stemningin er bara góð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum á kjörstað. Veðrið er ekki sem allra best framan af á kjördegi en oddvitinn hefur litlar áhyggjur af því. „Þetta er nú bara það sem við höfum í Árbænum kallað gott fótboltaveður,“ segir hann. „Þetta er bara svona léttur úði, í raun bara til að hressa mann upp.“ Hann segir kosningabaráttuna í ár hafa verið rólegri en venjulega yfir það heila. „Þegar það er sátt um svona stóru meginatriðin, þá eru oft önnur atriði sem koma upp í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt, þá bara tökumst við á við það.“ Hann hvetur alla sem fyrr til að taka þátt í dag og kjósa í borgarstjórnarkosningunum. „Kosningar eru mjög mikilvægt fyrirbæri og við getum verið ánægð að búa í þeim hluta heimsins sem iðkar lýðræði.“ Dagur, sem er annálaður vöfflubakari, minnir á kosningakaffi Samfylkingarinnar í Framheilinu í Safamýri og útilokar ekki að hann hendi sjálfur í eina vöfflu þar. Hann segir að lokum að þriggja ára dóttir hans sé orðin talsverð pabbastelpa eftir kosningabaráttuna en að elsta dóttir hans hafi um daginn tilkynnt honum að hún saknaði hans ekki. „Hún hefði verið að taka strætó úr sundi og séð mig átta sinnum á leiðinni heim,“ segir Dagur léttur.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Stemningin er bara góð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum á kjörstað. Veðrið er ekki sem allra best framan af á kjördegi en oddvitinn hefur litlar áhyggjur af því. „Þetta er nú bara það sem við höfum í Árbænum kallað gott fótboltaveður,“ segir hann. „Þetta er bara svona léttur úði, í raun bara til að hressa mann upp.“ Hann segir kosningabaráttuna í ár hafa verið rólegri en venjulega yfir það heila. „Þegar það er sátt um svona stóru meginatriðin, þá eru oft önnur atriði sem koma upp í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt, þá bara tökumst við á við það.“ Hann hvetur alla sem fyrr til að taka þátt í dag og kjósa í borgarstjórnarkosningunum. „Kosningar eru mjög mikilvægt fyrirbæri og við getum verið ánægð að búa í þeim hluta heimsins sem iðkar lýðræði.“ Dagur, sem er annálaður vöfflubakari, minnir á kosningakaffi Samfylkingarinnar í Framheilinu í Safamýri og útilokar ekki að hann hendi sjálfur í eina vöfflu þar. Hann segir að lokum að þriggja ára dóttir hans sé orðin talsverð pabbastelpa eftir kosningabaráttuna en að elsta dóttir hans hafi um daginn tilkynnt honum að hún saknaði hans ekki. „Hún hefði verið að taka strætó úr sundi og séð mig átta sinnum á leiðinni heim,“ segir Dagur léttur.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira