Undir lok stiklunnar hoppar Ólafur Darri síðan niður af húsþaki.
A Walk Among Tombstones er frumsýnd í Bandaríkjunum í haust en Liam leikur fyrrverandi löggu sem starfar sem einkaspæjari.
Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Lawrence Block en Scott Frank bæði leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar.
Frægðarsól Ólafs Darra hefur skinið skært undanfarið en hann átti eftirminnilegan leik í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty og sjónvarpsþáttunum True Detective.