Benz þjarmar að BMW og Audi Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 10:15 Mercedes Benz S-Class Coupe. Sölukeppni þýsku lúxusbílaframleiðendanna hefur lengi verið hörð og nú eru helstu tíðindin sú að Mercedes Benz er að draga verulega á bæði BMW og Audi í fjölda seldra bíla og að Audi er söluhærra en BMW það sem af er liðið ári. Undanfarin ár hefur BMW trjónað á toppnum og Audi náði öðru sætinu af Benz árið 2011 og verið þar síðan. Söluaukning Mercedes Benz í apríl og reyndar einnig það sem af er liðið ári er nokkru meiri en hjá hjá bæði BMW og Audi. Benz náði 14% aukningu í apríl, Audi 12% og BMW 8%. Benz seldi 133.100 bíla í apríl, BMW 140.800 og Audi var söluhæst með 149.100 bíla. Söluaukning Benz á árinu er 15%, Audi 12% og BMW 11% og með því áframhaldi dregur Mercedes Benz verulega á sölu hinna tveggja á þessu ári. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur Benz selt 507.400 bíla, BMW 569.100 bíla og Audi 623.600. BMW telur að fyrirtækið muni samt selja fleiri bíla en Audi á þessu ári og að kynningar á nýjum bílum muni tryggja það. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent
Sölukeppni þýsku lúxusbílaframleiðendanna hefur lengi verið hörð og nú eru helstu tíðindin sú að Mercedes Benz er að draga verulega á bæði BMW og Audi í fjölda seldra bíla og að Audi er söluhærra en BMW það sem af er liðið ári. Undanfarin ár hefur BMW trjónað á toppnum og Audi náði öðru sætinu af Benz árið 2011 og verið þar síðan. Söluaukning Mercedes Benz í apríl og reyndar einnig það sem af er liðið ári er nokkru meiri en hjá hjá bæði BMW og Audi. Benz náði 14% aukningu í apríl, Audi 12% og BMW 8%. Benz seldi 133.100 bíla í apríl, BMW 140.800 og Audi var söluhæst með 149.100 bíla. Söluaukning Benz á árinu er 15%, Audi 12% og BMW 11% og með því áframhaldi dregur Mercedes Benz verulega á sölu hinna tveggja á þessu ári. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur Benz selt 507.400 bíla, BMW 569.100 bíla og Audi 623.600. BMW telur að fyrirtækið muni samt selja fleiri bíla en Audi á þessu ári og að kynningar á nýjum bílum muni tryggja það.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent