Citroën flytur framleiðslu C3 frá Frakklandi til Slóvakíu Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 11:30 Ciotroën C3. Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent
Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent