Fengu tilboð vegna tölvubúnaðar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 16:20 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15