Þjóðskrá skoðar lögheimilisskráningu Sveinbjargar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2014 14:55 Vísir/Vilhelm/Valgarður Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira