Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2014 13:17 Sveinbjörg Birna, foringi xB í Reykjavík, nýtur velþóknunar Björns Bjarnasonar og Davíðs Oddssonar -- sem er saga til næsta bæjar. Fyrrverandi foringjar Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna, hafa undanfarna daga gagnrýnt eigin flokksmenn í framboði til borgarstjórnar harðlega, en tekið um leið upp hanskann fyrir Framsóknarflokkinn. Ef fram fer sem horfir verða kosningarnar á morgun sögulegar að því leytinu til að aldrei hefur gengi Sjálfstæðisflokksins verið jafnslakt. Nú, þegar einn dagur er í kosningar, snýst leiðari Morgunblaðsins, sem ætla má að sé ritaður af Davíð Oddssyni, um að verja framgöngu leiðtoga Framsóknarmanna og umdeild ummæli hennar um mosku í Reykjavík - en þau meta margir sem svo að flokkurinn sé að láta á það reyna hvort andúð á útlendingum gefi atkvæði. Þar stendur að það sem standi uppúr „einstakri flatneskju baráttunnar vegna kosninganna á morgun eru hróp og bannfæringar á umræðu um tiltekið lóðarloforð.“ Bent er á hliðstæðu í Evrópuþingskosningunum og vitnað í leiðtoga UKIP-flokksins: „Fyrst þóttust (andstæðingar og fjölmiðlar) ekki sjá okkur. Svo sögðu þeir okkur hlægileg, því næst fóru þeir að ráðast á okkur og svo unnum við.“ Á mánudaginn var Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýndur harðlega í leiðara Morgunblaðsins, sem einnig ber höfundareinkenni Davíðs Oddssonar. Þar segir að síðustu sex árin (eftir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hvarf úr stóli borgarstjóra) hafi lítið sést til flokksins í borginni og borgarbúar viti vart lengur fyrir hvað hann standi. Þetta sé ekki dularfullt slys, heldur með ráðum gert. „En stór hluti af „umræðustjórnmálunum“ virtist ganga út á að fara sem hljóðlegast um á meðan flokkurinn var í meirihlutaaðstöðu og láta eins og hann væri alls ekki í stjórnarandstöðu þegar hann var í stjórnarandstöðu. Og það þótt þeir væru í stjórnarandstöðu við einhvern dáðlausasta meirihluta sem farið hefur með stjórn borgarinnar,“ skrifaði ritstjórinn. Björn Bjarnason var borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2002. Hann er sammála ritstjóra Morgunblaðsins um að barátta flokksins í Reykjavík sé dauf, en hrósar hins vegar Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins. „Þessi baráttuaðferð undir forystu Sigurbjargar Birnu er í hrópandi andstöðu við ládeyðuna sem einkennir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins,“ skrifaði Björn í pistli á Evrópuvaktinni. „D-listinn er greinilega í höndum almannatengla og auglýsingamanna sem telja að hið jákvæða og milda skipti mestu – listi sem leggur áherslu á að nota slagorðið „dásamlegur“ stundar ekki neikvæða kosningabaráttu og telur ekki einu sinni miklu skipta að auðvelda kjósendum valið með því að draga skýr skil á milli sín og keppinauta sinna. Þessi átakafælni leiðir einfaldlega til þess að kjósendur halla sér að „the real thing“ en ekki eftirlíkingum.“Stefanía Óskarsdóttir segir að ekki hafi tekist að ná upp nokkurri stemmningu í tengslum við framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Stefnir í sögulegar kosningar í ReykjavíkStefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir stefna í sögulegar kosningar í Reykjavík að því leytinu til að sjaldan eða aldrei hafi flokkurinn mælst með eins lítið fylgi í aðdraganda kosninga. Hún telur marga samverkandi þætti þar að verki. Ósamstaða sé innan borgarstjórnarflokksins sem til dæmis orsakaði það að Gísli Marteinn Baldursson, sem vill flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, dró sig í hlé. Ungir kjósendur styðji ekki flokkinn (Píratar hirða það fylgi að einhverju leyti). Klofningur sé innan flokksins á landsvísu, meðal annars vegna Evrópumála. Þá hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kippt fótunum undan kosningamálinu sem átti að keyra á, Reykjavíkurflugvelli, með samkomulagi við borgaryfirvöld um flugvöllinn. Þá hafi „samræðustjórnmál“ sem Samfylkingin og Björt framtíð hafa boðað að einhverju leyti verið tekin upp af sjálfstæðismönnum og þeir séu gagnrýndir af samherjum sínum fyrir of mikla samstöðu með borgaryfirvöldum. „Það hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni innan Sjálfstæðisflokksins að hann sé að mælast nær 20 prósentum en 30,“ segir Stefanía. „Meðan þessu fer fram gengur sjálfstæðismönnum vel í nágrannasveitarfélögum og kannski hafa kjósendur flokksins flutt þangað, í sérbýli,“ segir Stefanía og hlær. „En, þetta er svolítið eins og þegar hlutabréf lækka í verði, þá vilja allir losa sig við þau. Margir vilja kjósa sigurvegarana. Nú hefur engin stemmning verið hjá Sjálfstæðisflokknum og það er það sem gamlir leiðtogar eru að setja út á. Mjög eðlilegt að menn fari að leita sökudólga í lélegri kosningabaráttu, lélegri taktík, ómögulegum frambjóðendum. Eitthvað slíkt fer alltaf fer í gang þegar illa gengur.“ Stefanía segir einnig marga ekki ætla að kjósa og hún segir fróðlegt að sjá hver kjörsóknin í Reykjavík verður.Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viljað setja kristin gildi í öndvegi horfa nú til Framsóknarflokksins.Framsókn gleypir heilu vistarverurnarStefanía segir erfitt að meta hvaðan Framsóknarflokkurinn er að taka fylgi sitt. Hann mældist fyrir um mánuði í tveimur prósentum en er nú kominn vel á tíunda prósent. Athyglisvert er að hann tekur að einhverju leyti fylgi frá Vinstri grænum en ljóst er að hann er að höggva vel í fylgi sjálfstæðismanna, hins breiða flokks með sínar mörgu margar vistarverur. Án þess að því sé hér haldið fram að Skúli Skúlason, talsmaður andstæðinga mosku í Reykjavík, sé sjálfstæðismaður sem hefur lýst eindregnum stuðningi við Framsókn vegna útspils Sveinbjargar, er ekki óeðlilegt að marga þá sem gjalda varhug við innflytjendum og vilja standa vörð um kristin gildi, sé að finna innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir horfa nú til Framsóknar. Stefanía minnir í því samhengi á mjög umdeilda ályktun síðasta landsfundar sjálfstæðismanna um að flokkurinn ætti að standa vörð um kristin gildi, og allt varð vitlaust. „Þetta var samþykkt, svo strikað út en skaðinn var skeður. Landsfundurinn varð ekki „PR success“ og fylgið byrjaði að detta af flokknum. Svona stór flokkur er frekar viðkvæmur gagnvart svona atriðum meðan minni flokkur eins og Framsókn getur sagt miklu meira.“Áslaug Friðriksdóttir. Rödd þeirra Sjálfstæðismanna sem er nóg boðið vegna framgöngu Framsóknarmanna.Sjálfstæðismönnum nóg boðiðSpyrja má hvort borgarstjórnarkosningarnar muni draga dilk á eftir sér í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugssonrauf loks þögnina í gær, en hann hefur ítrekað verði spurður um afstöðu til margumræddra ummæla Sveinbjargar Birnu. Ljóst er að málið er umdeilt innan Framsóknarflokksins, en hann tók ekki af skarið og tók í raun ekki afstöðu til ummæla Sveinbjargar; sagðist ekki vilja taka afstöðu til umræðu um lóðaúthlutanir í Reykjavík. Og það væri ómaklega ráðist á Framsóknarflokkinn með því að saka þá um kynþáttaníð. „Um hvað er forsætisráðherra að tala? „Þegar menn seilast svo langt að saka heilu hópana um kynþáttaníð að ósekju..." Að ósekju? Því miður var það svo að oddviti Framsóknar sagði í viðtali við Vísi að hún vildi ekki úthluta lóðum undir moskur og rétttrúnaðarkirkjur og virðir þar með ekki jafnræði milli trúfélaga,“ skrifarÁslaug Friðriksdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ljóst er að þar er mönnum nóg boðið. Fréttaskýringar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Fyrrverandi foringjar Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna, hafa undanfarna daga gagnrýnt eigin flokksmenn í framboði til borgarstjórnar harðlega, en tekið um leið upp hanskann fyrir Framsóknarflokkinn. Ef fram fer sem horfir verða kosningarnar á morgun sögulegar að því leytinu til að aldrei hefur gengi Sjálfstæðisflokksins verið jafnslakt. Nú, þegar einn dagur er í kosningar, snýst leiðari Morgunblaðsins, sem ætla má að sé ritaður af Davíð Oddssyni, um að verja framgöngu leiðtoga Framsóknarmanna og umdeild ummæli hennar um mosku í Reykjavík - en þau meta margir sem svo að flokkurinn sé að láta á það reyna hvort andúð á útlendingum gefi atkvæði. Þar stendur að það sem standi uppúr „einstakri flatneskju baráttunnar vegna kosninganna á morgun eru hróp og bannfæringar á umræðu um tiltekið lóðarloforð.“ Bent er á hliðstæðu í Evrópuþingskosningunum og vitnað í leiðtoga UKIP-flokksins: „Fyrst þóttust (andstæðingar og fjölmiðlar) ekki sjá okkur. Svo sögðu þeir okkur hlægileg, því næst fóru þeir að ráðast á okkur og svo unnum við.“ Á mánudaginn var Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýndur harðlega í leiðara Morgunblaðsins, sem einnig ber höfundareinkenni Davíðs Oddssonar. Þar segir að síðustu sex árin (eftir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hvarf úr stóli borgarstjóra) hafi lítið sést til flokksins í borginni og borgarbúar viti vart lengur fyrir hvað hann standi. Þetta sé ekki dularfullt slys, heldur með ráðum gert. „En stór hluti af „umræðustjórnmálunum“ virtist ganga út á að fara sem hljóðlegast um á meðan flokkurinn var í meirihlutaaðstöðu og láta eins og hann væri alls ekki í stjórnarandstöðu þegar hann var í stjórnarandstöðu. Og það þótt þeir væru í stjórnarandstöðu við einhvern dáðlausasta meirihluta sem farið hefur með stjórn borgarinnar,“ skrifaði ritstjórinn. Björn Bjarnason var borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2002. Hann er sammála ritstjóra Morgunblaðsins um að barátta flokksins í Reykjavík sé dauf, en hrósar hins vegar Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins. „Þessi baráttuaðferð undir forystu Sigurbjargar Birnu er í hrópandi andstöðu við ládeyðuna sem einkennir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins,“ skrifaði Björn í pistli á Evrópuvaktinni. „D-listinn er greinilega í höndum almannatengla og auglýsingamanna sem telja að hið jákvæða og milda skipti mestu – listi sem leggur áherslu á að nota slagorðið „dásamlegur“ stundar ekki neikvæða kosningabaráttu og telur ekki einu sinni miklu skipta að auðvelda kjósendum valið með því að draga skýr skil á milli sín og keppinauta sinna. Þessi átakafælni leiðir einfaldlega til þess að kjósendur halla sér að „the real thing“ en ekki eftirlíkingum.“Stefanía Óskarsdóttir segir að ekki hafi tekist að ná upp nokkurri stemmningu í tengslum við framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Stefnir í sögulegar kosningar í ReykjavíkStefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir stefna í sögulegar kosningar í Reykjavík að því leytinu til að sjaldan eða aldrei hafi flokkurinn mælst með eins lítið fylgi í aðdraganda kosninga. Hún telur marga samverkandi þætti þar að verki. Ósamstaða sé innan borgarstjórnarflokksins sem til dæmis orsakaði það að Gísli Marteinn Baldursson, sem vill flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, dró sig í hlé. Ungir kjósendur styðji ekki flokkinn (Píratar hirða það fylgi að einhverju leyti). Klofningur sé innan flokksins á landsvísu, meðal annars vegna Evrópumála. Þá hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kippt fótunum undan kosningamálinu sem átti að keyra á, Reykjavíkurflugvelli, með samkomulagi við borgaryfirvöld um flugvöllinn. Þá hafi „samræðustjórnmál“ sem Samfylkingin og Björt framtíð hafa boðað að einhverju leyti verið tekin upp af sjálfstæðismönnum og þeir séu gagnrýndir af samherjum sínum fyrir of mikla samstöðu með borgaryfirvöldum. „Það hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni innan Sjálfstæðisflokksins að hann sé að mælast nær 20 prósentum en 30,“ segir Stefanía. „Meðan þessu fer fram gengur sjálfstæðismönnum vel í nágrannasveitarfélögum og kannski hafa kjósendur flokksins flutt þangað, í sérbýli,“ segir Stefanía og hlær. „En, þetta er svolítið eins og þegar hlutabréf lækka í verði, þá vilja allir losa sig við þau. Margir vilja kjósa sigurvegarana. Nú hefur engin stemmning verið hjá Sjálfstæðisflokknum og það er það sem gamlir leiðtogar eru að setja út á. Mjög eðlilegt að menn fari að leita sökudólga í lélegri kosningabaráttu, lélegri taktík, ómögulegum frambjóðendum. Eitthvað slíkt fer alltaf fer í gang þegar illa gengur.“ Stefanía segir einnig marga ekki ætla að kjósa og hún segir fróðlegt að sjá hver kjörsóknin í Reykjavík verður.Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viljað setja kristin gildi í öndvegi horfa nú til Framsóknarflokksins.Framsókn gleypir heilu vistarverurnarStefanía segir erfitt að meta hvaðan Framsóknarflokkurinn er að taka fylgi sitt. Hann mældist fyrir um mánuði í tveimur prósentum en er nú kominn vel á tíunda prósent. Athyglisvert er að hann tekur að einhverju leyti fylgi frá Vinstri grænum en ljóst er að hann er að höggva vel í fylgi sjálfstæðismanna, hins breiða flokks með sínar mörgu margar vistarverur. Án þess að því sé hér haldið fram að Skúli Skúlason, talsmaður andstæðinga mosku í Reykjavík, sé sjálfstæðismaður sem hefur lýst eindregnum stuðningi við Framsókn vegna útspils Sveinbjargar, er ekki óeðlilegt að marga þá sem gjalda varhug við innflytjendum og vilja standa vörð um kristin gildi, sé að finna innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir horfa nú til Framsóknar. Stefanía minnir í því samhengi á mjög umdeilda ályktun síðasta landsfundar sjálfstæðismanna um að flokkurinn ætti að standa vörð um kristin gildi, og allt varð vitlaust. „Þetta var samþykkt, svo strikað út en skaðinn var skeður. Landsfundurinn varð ekki „PR success“ og fylgið byrjaði að detta af flokknum. Svona stór flokkur er frekar viðkvæmur gagnvart svona atriðum meðan minni flokkur eins og Framsókn getur sagt miklu meira.“Áslaug Friðriksdóttir. Rödd þeirra Sjálfstæðismanna sem er nóg boðið vegna framgöngu Framsóknarmanna.Sjálfstæðismönnum nóg boðiðSpyrja má hvort borgarstjórnarkosningarnar muni draga dilk á eftir sér í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugssonrauf loks þögnina í gær, en hann hefur ítrekað verði spurður um afstöðu til margumræddra ummæla Sveinbjargar Birnu. Ljóst er að málið er umdeilt innan Framsóknarflokksins, en hann tók ekki af skarið og tók í raun ekki afstöðu til ummæla Sveinbjargar; sagðist ekki vilja taka afstöðu til umræðu um lóðaúthlutanir í Reykjavík. Og það væri ómaklega ráðist á Framsóknarflokkinn með því að saka þá um kynþáttaníð. „Um hvað er forsætisráðherra að tala? „Þegar menn seilast svo langt að saka heilu hópana um kynþáttaníð að ósekju..." Að ósekju? Því miður var það svo að oddviti Framsóknar sagði í viðtali við Vísi að hún vildi ekki úthluta lóðum undir moskur og rétttrúnaðarkirkjur og virðir þar með ekki jafnræði milli trúfélaga,“ skrifarÁslaug Friðriksdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ljóst er að þar er mönnum nóg boðið.
Fréttaskýringar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent