Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi.
Mauresmo, sem verður 35 ára í júlí, vann á sínum tíma tvö stórmót - Opna ástralska (2006) og Wimbledon (2006) - auk þess sem hún vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Mauresmo sat einnig um tíma í efsta sæti heimslistans.
"Ég er mjög spenntur fyrir þeim möguleikum sem felast í samstarfinu," sagði Murray. "Ég hef alltaf litið upp til Amélie og dáðst að henni."
Murray, sem hefur unnið tvö stórmót á ferlinum - Opna bandaríska (2012) og Wimbledon (2013) - féll úr leik gegn Spánverjanum Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu sem nú stendur yfir.
Seinna í dag mætast Nadal og Novak Djokovic í úrslitaleik Opna franska.
Murray kominn með nýjan þjálfara
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti