Viðbrögð á TripAdvisor hreyfðu við útrás Gló Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2014 10:35 Sólveig Eiríksdóttir ÞÞ Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17