Do Eat Raw er með yfir 300 uppskriftir af gómsætum hráfæðisréttum sem er auðvelt að útbúa. Hægt er að vista sína uppáhalds rétti og fá sendan innkaupalista í tölvupósti.
Cruelty-Free býður upp á lista yfir öll þau fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem prófa ekki innihaldsefni í vörum sínum á dýrum. Þægileg leið fyrir dýravini til að leita uppi snyrtivörur, hreinsivörur og aðrar heimilisvörur sem ekki hafa verið prófaðar á dýrum.

Edamam er vinsælt forrit sem býður upp á uppskriftir fyrir grænmetisætur og þá sem eru vegan. Hægt að er að slá inn í leitarvél það sem mann langar í þann daginn eða eftir fæðuóþolum og ofnæmum og upp kemur fjöldinn allur af uppskriftum í þeim flokki. Einnig er gefin upp nokkuð nákvæm útlistun á næringar og vítamín innihaldi allra uppskriftanna fyrir þá sem vilja vera með allt á hreinu.