Metallica tekur Oasis slagara 3. júní 2014 18:30 Metallica kemur fram víðsvegar í sumar. Vísir/Getty Lars Ulrich trommuleikari hljómsveitarinnar Metallica gantaðist á dögunum með það, að sveit hans ætli að byrja tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni, á laginu Wonderwall eftir Oasis. Þar með væru þeir að endurtaka leik sem Jay Z lék á sömu hátíð árið 2008, þegar að lagahöfundurinn og Oasis meðlimurinn, Noel Gallagher sagði í viðtali að honum þætti Jay Z ekki henta sem skemmtikraftur á Glastonbury-hátíðinni. Metallica kemur einnig fram á Sonisphere-hátíðinni, á sunnudagskvöldinu. Hljómsveitin Iron Maiden kemur einnig fram á þeirri hátíð, á laugardagskvöldinu. „Ég mun aldrei rökræða um það. Ég mun alltaf styðja Bruce, sama hvaða vitleysu hann setur út úr sér,“ sagði Ulrich, þegar hann var spurður út í ummæli Bruce Dickinson, söngvara Maiden, sem sagði í viðtali að hans hljómsveit væri betri en Metallica. Á Sonisphere-hátíðinni fengu aðdáaendur Metallica að velja lagalista sveitarinnar. Ulrich sagði þó að á Glastonbury-hátíðinni verði hefðbundinn Metallica lagalisti leikinn. „Yfirleitt bý ég ekki til lagalista fyrr en 15 til 30 mínútum fyrir tónleikana,“ sagði Ulrich um lagalistagerðina. Hljómsveitin hefur verið gagnrýnd að undanförnu en hljómsveitin Mogwai sagði á dögunum í viðtali að Metallica væri ótrúlega léleg, og tjáði þar með andúð sína á því að Metallica væri aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lars Ulrich trommuleikari hljómsveitarinnar Metallica gantaðist á dögunum með það, að sveit hans ætli að byrja tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni, á laginu Wonderwall eftir Oasis. Þar með væru þeir að endurtaka leik sem Jay Z lék á sömu hátíð árið 2008, þegar að lagahöfundurinn og Oasis meðlimurinn, Noel Gallagher sagði í viðtali að honum þætti Jay Z ekki henta sem skemmtikraftur á Glastonbury-hátíðinni. Metallica kemur einnig fram á Sonisphere-hátíðinni, á sunnudagskvöldinu. Hljómsveitin Iron Maiden kemur einnig fram á þeirri hátíð, á laugardagskvöldinu. „Ég mun aldrei rökræða um það. Ég mun alltaf styðja Bruce, sama hvaða vitleysu hann setur út úr sér,“ sagði Ulrich, þegar hann var spurður út í ummæli Bruce Dickinson, söngvara Maiden, sem sagði í viðtali að hans hljómsveit væri betri en Metallica. Á Sonisphere-hátíðinni fengu aðdáaendur Metallica að velja lagalista sveitarinnar. Ulrich sagði þó að á Glastonbury-hátíðinni verði hefðbundinn Metallica lagalisti leikinn. „Yfirleitt bý ég ekki til lagalista fyrr en 15 til 30 mínútum fyrir tónleikana,“ sagði Ulrich um lagalistagerðina. Hljómsveitin hefur verið gagnrýnd að undanförnu en hljómsveitin Mogwai sagði á dögunum í viðtali að Metallica væri ótrúlega léleg, og tjáði þar með andúð sína á því að Metallica væri aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira