Norðurlandsmóti yngri landsliða í körfubolta í Solna lauk í dag. Danmörk var andstæðingur íslensku liðanna á lokadeginum og unnust þrír sigrar.
U18 ára lið drengja vann sinn leik 87-54 þar sem Kári Jónsson skoraði 20 stig. Liðið hafnaði í öðru sæti og var Jón Axel Guðmundsson valinn besti maður mótsins og í úrvalslið U18 karla.
U16 lið stúlkna lagði Danmörku 48-47 en liðið hafði fyrir leikinn tryggt sér sigur í mótinu. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var valinn maður mótsins og í lið mótsins eins og Emilía Ósk Gunnarsdóttir.
U18 ára lið stúlkna vann öruggan sigur í Dönum í dag 65-51. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 20 stig en hún var valin í úrvalslið mótsins. Liðið hafnaði í 4. sæti.
U16 ára lið drengja hafnaði einnig í 4. sæti en liðið tapaði fyrir Dönum í dag 88-68. Þórir Þorbjarnarson var valinn í úrvalslið mótsins.
Góður árangur í Solna
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
