Aron: Starfið passar vel með landsliðinu 19. júní 2014 13:30 Aron Kristjánsson verður áfram landsliðsþjálfari. Vísir/getty „Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
„Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48