Konur í sveitarstjórnum aldrei verið fleiri Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2014 11:32 Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar