Eve Valkyrie vinnur til verðlauna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. júní 2014 11:15 EVE: Valkyrie, nýr tölvuleikur sem væntanlegur er frá CCP, hlaut verðlaun á E3 ráðstefnunni sem nýlokið er í Los Angeles. Leikurinn hlaut meðal annars E3 Official Selection verðlaun tímaritsins PC Gamer og dagblaðip USA Today valdi hann annan besta leik ráðstefnunnar. Leikurinn ekki kominn út og aðeins sýndur í prufuútgáfu á E3 ráðstefnunni. Auk áðurnefndra viðurkenninga útnefndi græju- og afþreyingarsíðan Nerdist.com EVE Valkyrie E3: Editor’s Choice, leikjasíðan Destructoid tilefndi leikinn til tveggja verðlauna (E3 - Best Shooter, E3 - Game of the Show), leikjasíðan Joystiq valdi hann einn af 10 bestu leikjum ráðstefnunnar og dagblaðið Metro tilnefndi EVE: Valkyrie til Best of E3 2014 Awards í flokki PC leikja (þar sem leikurinn Battle Cry bar sigur úr býtum).Skjáskot úr leiknum.Mynd/CCPE3, eða Electronic Entertainment Expo, er ein stærsta leikjaráðstefna heims - og sú allra stærsta sem aðeins er opin fagfólki og fjölmiðlum. Á ráðstefnunni, sem hefur gríðarmikið vægi í tölvuleikjaiðnaðinum, kynna helstu tölvuleikjaframleiðendur heims sínar nýjustu afurðir og fjölmiðlar alls staðar að úr heiminum koma saman til að sjá og heyra af því nýjasta sem er að gerast í tölvuleikjabransanum. Í ár sóttu yfir 30.000 manns ráðstefnuna sjálfa, þar sem rúmlega 200 leikjaframleiðendur kynntu afurðir sínar, auk þess sem milljónir manna fylgdust með því sem þar fram fór gegnum fjölmiðla, bloggsíður og samfélagsmiðla. Prufuútgáfan af EVE Valkyrie var sýnd á þremur stöðum á E3 ráðstefnunni; stóru sýningarsvæði SONY fyrir PlayStation 4, bás Oculus VR og í sérhönnuðu fundarherbergi CCP. Ekki hefur verið tilkynnt um útgáfudag EVE Valkyrie. Leikurinn mun koma út á PlayStation 4 fyrir nýjan sýndarveruleikabúnað SONY (Morpheus) og Oculus Rift sýndarveruleikagræju Oculus VR, sem Facebook keypti nýlega, fyrir PC tölvur. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
EVE: Valkyrie, nýr tölvuleikur sem væntanlegur er frá CCP, hlaut verðlaun á E3 ráðstefnunni sem nýlokið er í Los Angeles. Leikurinn hlaut meðal annars E3 Official Selection verðlaun tímaritsins PC Gamer og dagblaðip USA Today valdi hann annan besta leik ráðstefnunnar. Leikurinn ekki kominn út og aðeins sýndur í prufuútgáfu á E3 ráðstefnunni. Auk áðurnefndra viðurkenninga útnefndi græju- og afþreyingarsíðan Nerdist.com EVE Valkyrie E3: Editor’s Choice, leikjasíðan Destructoid tilefndi leikinn til tveggja verðlauna (E3 - Best Shooter, E3 - Game of the Show), leikjasíðan Joystiq valdi hann einn af 10 bestu leikjum ráðstefnunnar og dagblaðið Metro tilnefndi EVE: Valkyrie til Best of E3 2014 Awards í flokki PC leikja (þar sem leikurinn Battle Cry bar sigur úr býtum).Skjáskot úr leiknum.Mynd/CCPE3, eða Electronic Entertainment Expo, er ein stærsta leikjaráðstefna heims - og sú allra stærsta sem aðeins er opin fagfólki og fjölmiðlum. Á ráðstefnunni, sem hefur gríðarmikið vægi í tölvuleikjaiðnaðinum, kynna helstu tölvuleikjaframleiðendur heims sínar nýjustu afurðir og fjölmiðlar alls staðar að úr heiminum koma saman til að sjá og heyra af því nýjasta sem er að gerast í tölvuleikjabransanum. Í ár sóttu yfir 30.000 manns ráðstefnuna sjálfa, þar sem rúmlega 200 leikjaframleiðendur kynntu afurðir sínar, auk þess sem milljónir manna fylgdust með því sem þar fram fór gegnum fjölmiðla, bloggsíður og samfélagsmiðla. Prufuútgáfan af EVE Valkyrie var sýnd á þremur stöðum á E3 ráðstefnunni; stóru sýningarsvæði SONY fyrir PlayStation 4, bás Oculus VR og í sérhönnuðu fundarherbergi CCP. Ekki hefur verið tilkynnt um útgáfudag EVE Valkyrie. Leikurinn mun koma út á PlayStation 4 fyrir nýjan sýndarveruleikabúnað SONY (Morpheus) og Oculus Rift sýndarveruleikagræju Oculus VR, sem Facebook keypti nýlega, fyrir PC tölvur.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira