Barack Obama Bandaríkjaforseti telur sig ekki þurfa leyfi frá þinginu, ákveði hann að beita hernum í baráttunni gegn Ísis samtökunum í Írak.
Þetta segir Mitch McConnell einn helsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en forsetinn fundaði með nokkrum meðlimum þess í gærkvöldi. Írakar hafa farið fram á það við Bandaríkjamenn að þeir beiti loftárásum gegn vígasveitum Isis sem hafa sótt fram af miklum móð síðustu vikur og stjórna nú nokkrum helstu bæjum og borgum landsins.
Talið er þó að Bandaríkjamenn setji ákveðin skilyrði fyrir slíkri aðstoð, meðal annars þau að ríkisstjórn landsins verði stokkuð upp en þeir eru sagðir orðnir þreyttir á stjórnarháttum forsætisráðherrans Nouri al Maliki, sem er sakaður um að hafa níðst á súnní minnihlutanum í landinu. En liðsmenn Ísis eru súnníar.
Vilja að Bandaríkjamenn geri loftárásir á Isis
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
