Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í stað Söndru Sigurðardóttur.
Þetta er önnur breytingin á landsliðshópnum á skömmum tíma en fyrr í vkunni var Thelma Björk Einarsdóttir valin í hópinn í stað Mist Edvardsdóttur, sem greindist nýlega með krabbamein.
Ísland mætir Möltu í undankeppni HM 2015 á fimmtudag en leikurinn hefst klukkan 18.00.
