Ísland fer ekki til Katar á HM í handbolta í janúar á næsta ári. Bosníumenn sáu um það í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem íslenska liðið átti einn sinn daprasta fyrri hálfleik í langan tíma.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segist verða áfram landsliðsþjálfari en samningur hans við HSÍ rennur út á næsta ári.
Þjálfarinn er einnig með tilboð frá danska meistaraliðinu Kolding, sem hann stýrði í ár, en hefur ekki enn gengið frá þeim málum.
Hann fékk leyfi frá HSÍ til þess að stýra liðinu út tímabilið en framhaldið er í óvissu þar sem Aron hefur ekki enn gefið svar.
Viðtal við Aron má sjá hér að ofan.
