Flottur Toyota hrekkur Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 09:51 Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent
Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent