Bikarmeistararnir fengu krefjandi verkefni í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins þegar dregið var í dag. Breiðablik mætir Val á Vodafone-vellinum í stærsta leik 8-liða úrslitanna.
Um er að ræða tvö sigursælustu lið bikarkeppninnar. Valur hefur unnið bikarinn 13 sinnum á meðan Breiðablik hefur unnið bikarinn eftirsótta 9 sinnum.
Aðeins vika er liðin síðan liðin mættust í Pepsi deildinni þar sem Valskonur unnu öruggan sigur á Vodafone-vellinum 3-1.
Fylkir sem sló Þór/KA nokkuð óvænt út fyrir norðan mætir KR í Árbænum. KR gerði sér lítið fyrir og sló út Pepsi-deildar liðið FH í 16-liða úrslitum.
Leikirnir fara fram 27. og 28. júní næstkomandi.
Leikirnir í 8-liða úrslitum:
Þróttur - Stjarnan
Fylkir - KR
Valur - Breiðablik
Selfoss - ÍBV
Stórleikur á Vodafone-vellinum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
