Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:35 VISIR/AFP Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira