Kári fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku-jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júní 2014 07:30 Kári fagnar sigri á NAGA glímumótinu fyrr á þessu ári. Mynd/Kári Gunnarsson Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira