BÍ/Bolungarvík og Grindavík skildu jöfn, 1-1, í 1. deild karla í fótbolta í kvöld. Daníel Leó Óttarsson kom gestunum yfir á 20. mínútu en Nikulás Jónsson jafnaði metin fyrir Djúpmenn á 61. mínútu.
Eftir leikinn er Grindavík áfram í fallsæti, því ellefta, með aðeins fimm stig eftir sjö umferðir.
BÍ/Bolungarvík er sæti ofar með sjö stig en Tindastóll er á botninum án stiga.
