Strætóskýli úr 100.000 Lego kubbum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 12:45 Ungur vegfarandi hrífst af strætóskýlinu. Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira