Nico Rosberg fyrstur í mark í Austurríki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. júní 2014 13:35 Rosberg vann í Austurríki. Vísir/Getty Nico Rosberg vann keppnina í Austurríki, liðsfélagi hans Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hætti keppni. Lewis Hamilton átti rosalega ræsingu, hann komst úr níunda sæti í það fjórða á fyrsta hring. Sebastian Vettel missti afl á fyrsta hring. Hann fékk aflið aftur skömmu seinna en var þá orðinn hring á eftir öllum á brautinni. Sebastian Vettel hætti keppni á 35. hring. Þetta var þriðja keppnin sem Vettel klárar ekki á tímabilinu. Nico Rosberg komst fram fyrir Williams bílana eftir fyrstu umferð á þjónustusvæðinu. Willams liðið hélt sínum ökumönnum örlítið lengur úti á slitnum dekkjum sem kom sér vel fyrir Mercedes liðið.Sergio Perez leiddi keppnina í langan tíma eftir að fremstu menn höfðu tekið þjónustuhlé. Hann hóf keppnina á harðari dekkjagerð helgarinnar og gat þá haldið lengur áfram án þessa að skipta um dekk. Rosberg og Valtteri Bottas tóku báðir í einu, fram úr Perez eftir langan tíma fyrir aftan Mexíkóann. Báðir Toro Rosso bílarnir hættu keppni, það brotnaði fjöðrun á bíl Daniil Kvyat og bremsurnar brugðust Jean-Eric Vergne. Hamilton gerði atlögu að Rosberg á lokahringjum keppninnar en allt kom fyrir ekki, hann komst ekki fram úr.Ræsingin í Austurríki fór vel fyrir Mercedes menn og lagði grunninn að góðri keppni.Vísir/Getty„Var ekki auðveldasta keppnin, mikið sem þurfti að hafa auga með í bílnum. Gott fyrri liðið að ná fyrsta og öðru sæti í dag. Hlakka til að komast í næstu keppni, væri svalt að ná aftur fyrsta og öðru sæti þar,“ sagði Rosberg á pallinum eftir keppnina. „Þessi braut er rosaleg og aðdáendurnir eru magnaðir,“ sagði Hamilton, sem átti frábæra keppni. „Ég er mjög ánægður, það er erfitt að koma gleðinni í orð. Við þurftum á svona keppni að halda, hún fór eins og við reiknuðum með. Góð stig fyrir liðið í dag,“ sagði Bottas á sínum fyrsta verðlaunapalli. „Þetta var mjög mikilvægt fyrir liðið góð niðurstaða. Nico átti góða keppni en Lewis örlítið betri þar sem hann þurfti að komast fram úr fleirum til að komast á pallinn,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Rosberg fagnaði gríðarlega, enda jók hann forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyÚrslit keppninnar: 1.Nico Rosberg - Mercedes - 25 stig 2.Lewis Hamilton - Mercedes - 18 stig 3.Valtteri Bottas - Williams - 15 stig 4.Felipe Massa - Williams - 12 stig 5.Fernando Alonso - Ferrari - 10 stig 6.Sergio Perez - Force India - 8 stig 7.Kevin Magnussen - McLaren - 6 stig 8.Daniel Ricciardo - Red Bull - 4 stig 9.Nico Hulkenberg - Force India - 2 stig 10.Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig 11.Jenson Button - McLaren 12.Pastor Maldonado - Lotus 13.Adrian Sutil - Sauber 14.Romain Grosjean - Lotus 15.Jules Bianchi - Marussia 16.Kamui Kobayashi - Caterham 17.Max Chilton - Marussia 18.Marcus Ericsson - Caterham 19.Esteban Gutierrez - Sauber Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - hætti keppni Sebastian Vettel - Red Bull - hætti keppni Daniil Kvyat - Toro Rosso - hætti keppni Formúla Tengdar fréttir Mercedes menn skiptu með sér föstudagsæfingunum Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingu dagsins. 20. júní 2014 21:30 Felipe Massa á ráspól í Austurríki Felipe Massa varð fyrstur til að stöðva ráspólaröð Mercedes liðsins. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas var annar og Nico Rosberg varð þriðji. 21. júní 2014 12:45 Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni. 19. júní 2014 10:00 Bílskúrinn: Veislan í Kanada Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. 10. júní 2014 07:00 Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök Ástralinn Mark Webber hrósaði samlanda sínum og arftaka hjá Red Bull, Daniel Ricciardo eftir að sá síðarnefndi vann kanadíska kappaksturinn á sunnudag. 12. júní 2014 16:45 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg vann keppnina í Austurríki, liðsfélagi hans Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hætti keppni. Lewis Hamilton átti rosalega ræsingu, hann komst úr níunda sæti í það fjórða á fyrsta hring. Sebastian Vettel missti afl á fyrsta hring. Hann fékk aflið aftur skömmu seinna en var þá orðinn hring á eftir öllum á brautinni. Sebastian Vettel hætti keppni á 35. hring. Þetta var þriðja keppnin sem Vettel klárar ekki á tímabilinu. Nico Rosberg komst fram fyrir Williams bílana eftir fyrstu umferð á þjónustusvæðinu. Willams liðið hélt sínum ökumönnum örlítið lengur úti á slitnum dekkjum sem kom sér vel fyrir Mercedes liðið.Sergio Perez leiddi keppnina í langan tíma eftir að fremstu menn höfðu tekið þjónustuhlé. Hann hóf keppnina á harðari dekkjagerð helgarinnar og gat þá haldið lengur áfram án þessa að skipta um dekk. Rosberg og Valtteri Bottas tóku báðir í einu, fram úr Perez eftir langan tíma fyrir aftan Mexíkóann. Báðir Toro Rosso bílarnir hættu keppni, það brotnaði fjöðrun á bíl Daniil Kvyat og bremsurnar brugðust Jean-Eric Vergne. Hamilton gerði atlögu að Rosberg á lokahringjum keppninnar en allt kom fyrir ekki, hann komst ekki fram úr.Ræsingin í Austurríki fór vel fyrir Mercedes menn og lagði grunninn að góðri keppni.Vísir/Getty„Var ekki auðveldasta keppnin, mikið sem þurfti að hafa auga með í bílnum. Gott fyrri liðið að ná fyrsta og öðru sæti í dag. Hlakka til að komast í næstu keppni, væri svalt að ná aftur fyrsta og öðru sæti þar,“ sagði Rosberg á pallinum eftir keppnina. „Þessi braut er rosaleg og aðdáendurnir eru magnaðir,“ sagði Hamilton, sem átti frábæra keppni. „Ég er mjög ánægður, það er erfitt að koma gleðinni í orð. Við þurftum á svona keppni að halda, hún fór eins og við reiknuðum með. Góð stig fyrir liðið í dag,“ sagði Bottas á sínum fyrsta verðlaunapalli. „Þetta var mjög mikilvægt fyrir liðið góð niðurstaða. Nico átti góða keppni en Lewis örlítið betri þar sem hann þurfti að komast fram úr fleirum til að komast á pallinn,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Rosberg fagnaði gríðarlega, enda jók hann forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyÚrslit keppninnar: 1.Nico Rosberg - Mercedes - 25 stig 2.Lewis Hamilton - Mercedes - 18 stig 3.Valtteri Bottas - Williams - 15 stig 4.Felipe Massa - Williams - 12 stig 5.Fernando Alonso - Ferrari - 10 stig 6.Sergio Perez - Force India - 8 stig 7.Kevin Magnussen - McLaren - 6 stig 8.Daniel Ricciardo - Red Bull - 4 stig 9.Nico Hulkenberg - Force India - 2 stig 10.Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig 11.Jenson Button - McLaren 12.Pastor Maldonado - Lotus 13.Adrian Sutil - Sauber 14.Romain Grosjean - Lotus 15.Jules Bianchi - Marussia 16.Kamui Kobayashi - Caterham 17.Max Chilton - Marussia 18.Marcus Ericsson - Caterham 19.Esteban Gutierrez - Sauber Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - hætti keppni Sebastian Vettel - Red Bull - hætti keppni Daniil Kvyat - Toro Rosso - hætti keppni
Formúla Tengdar fréttir Mercedes menn skiptu með sér föstudagsæfingunum Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingu dagsins. 20. júní 2014 21:30 Felipe Massa á ráspól í Austurríki Felipe Massa varð fyrstur til að stöðva ráspólaröð Mercedes liðsins. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas var annar og Nico Rosberg varð þriðji. 21. júní 2014 12:45 Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni. 19. júní 2014 10:00 Bílskúrinn: Veislan í Kanada Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. 10. júní 2014 07:00 Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök Ástralinn Mark Webber hrósaði samlanda sínum og arftaka hjá Red Bull, Daniel Ricciardo eftir að sá síðarnefndi vann kanadíska kappaksturinn á sunnudag. 12. júní 2014 16:45 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes menn skiptu með sér föstudagsæfingunum Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingu dagsins. 20. júní 2014 21:30
Felipe Massa á ráspól í Austurríki Felipe Massa varð fyrstur til að stöðva ráspólaröð Mercedes liðsins. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas var annar og Nico Rosberg varð þriðji. 21. júní 2014 12:45
Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni. 19. júní 2014 10:00
Bílskúrinn: Veislan í Kanada Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. 10. júní 2014 07:00
Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök Ástralinn Mark Webber hrósaði samlanda sínum og arftaka hjá Red Bull, Daniel Ricciardo eftir að sá síðarnefndi vann kanadíska kappaksturinn á sunnudag. 12. júní 2014 16:45