Mercedes menn skiptu með sér föstudagsæfingunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. júní 2014 21:30 Mercedes menn eru ekki perluvinir þessi misserin. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingu dagsins. Fyrri æfingin var viðburðarík, Sebastian Vettel snérist, Daniel Ricciardo liðsfélagi hans hjá Red Bull fylgdi honum næstum því út af brautinni. Bæði Felipe Massa á Williams og Pastor Maldonado á Lotus tóku smá krók yfir mölina utan brautar við beygju 3.Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji á æfingunni. Það þarf þó ekki að þýða að í tímatökunni muni Ferrari bíllinn reynast samkeppnishæfur við Mercedes bílinn. Það sannaðist í Kanada þegar Alonso átti einni mjög góða æfingu á föstudeginum en gat svo ekki keppt við Mercedes fákana í tímatökunni. Á seinni æfingunni var Vettel enn í vandræðum hann fór smá spöl í mölinni í beygju 8.Jenson Button á McLaren varð áttundi, hann glímdi talsvert við bíl sinn og lýsti honum sem „óökuhæfum“. Það eru eflaust mikil vonbrigði fyrir McLaren liðið sem hafði bundið miklar vonir við nýjar uppfærslur fyrir keppnina í Austurríki. Alonso varð aftur þriðji, fyrir Ferrari aðdáendur hefur það eflaust verið til að auka von um betri tíð. Alonso sagði eftir æfinguna „allt getur gerst.“ Athugasemd hans má túlka þannig að Ferrari telji sig hugsanlega eiga einhver tromp upp í erminni þegar kemur að tímatökunni á morgun. Ljóst er að tímatakan verður spennandi á morgun, líkurnar gefa til kynna að Mercedes menn verði á fremstu ráslínu en hver verður þar fyrir aftan er stóra spurningin. Tímatakan fyrir austurríksa kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:50 á morgun. Keppnin er svo á dagskrá klukkan 11:30 á sunnudag. Formúla Tengdar fréttir Raikkonen: Ekki fleiri tilviljanakenndir snúningar Kimi Raikkonen hefur átt í ítrekuðum vandræðum með að halda Ferrari bíl sínum í skefjum í beygjum á tímabilinu. Ótt og títt virðist bíllinn snúast án nokkurrar teljandi ástæðu. Raikkonen telur að nú sé liðið búið að finna lausnina á vandanum. 19. júní 2014 21:44 Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni. 19. júní 2014 10:00 „Líklegt að Schumacher verði alltaf öryrki“ Læknir í Sviss telur að ökuþórinn Michael Schumacher muni aldrei ná sér að fullu. 20. júní 2014 10:00 Bílskúrinn: Veislan í Kanada Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. 10. júní 2014 07:00 Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök Ástralinn Mark Webber hrósaði samlanda sínum og arftaka hjá Red Bull, Daniel Ricciardo eftir að sá síðarnefndi vann kanadíska kappaksturinn á sunnudag. 12. júní 2014 16:45 Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45 Ferrari neitar að hafa hótað að hætta í F1 Forseti Ferrari, Luca di Montezemolo telur að Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hafi misst sjónar á því um hvað Formúla 1 á að snúast. 15. júní 2014 22:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingu dagsins. Fyrri æfingin var viðburðarík, Sebastian Vettel snérist, Daniel Ricciardo liðsfélagi hans hjá Red Bull fylgdi honum næstum því út af brautinni. Bæði Felipe Massa á Williams og Pastor Maldonado á Lotus tóku smá krók yfir mölina utan brautar við beygju 3.Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji á æfingunni. Það þarf þó ekki að þýða að í tímatökunni muni Ferrari bíllinn reynast samkeppnishæfur við Mercedes bílinn. Það sannaðist í Kanada þegar Alonso átti einni mjög góða æfingu á föstudeginum en gat svo ekki keppt við Mercedes fákana í tímatökunni. Á seinni æfingunni var Vettel enn í vandræðum hann fór smá spöl í mölinni í beygju 8.Jenson Button á McLaren varð áttundi, hann glímdi talsvert við bíl sinn og lýsti honum sem „óökuhæfum“. Það eru eflaust mikil vonbrigði fyrir McLaren liðið sem hafði bundið miklar vonir við nýjar uppfærslur fyrir keppnina í Austurríki. Alonso varð aftur þriðji, fyrir Ferrari aðdáendur hefur það eflaust verið til að auka von um betri tíð. Alonso sagði eftir æfinguna „allt getur gerst.“ Athugasemd hans má túlka þannig að Ferrari telji sig hugsanlega eiga einhver tromp upp í erminni þegar kemur að tímatökunni á morgun. Ljóst er að tímatakan verður spennandi á morgun, líkurnar gefa til kynna að Mercedes menn verði á fremstu ráslínu en hver verður þar fyrir aftan er stóra spurningin. Tímatakan fyrir austurríksa kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:50 á morgun. Keppnin er svo á dagskrá klukkan 11:30 á sunnudag.
Formúla Tengdar fréttir Raikkonen: Ekki fleiri tilviljanakenndir snúningar Kimi Raikkonen hefur átt í ítrekuðum vandræðum með að halda Ferrari bíl sínum í skefjum í beygjum á tímabilinu. Ótt og títt virðist bíllinn snúast án nokkurrar teljandi ástæðu. Raikkonen telur að nú sé liðið búið að finna lausnina á vandanum. 19. júní 2014 21:44 Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni. 19. júní 2014 10:00 „Líklegt að Schumacher verði alltaf öryrki“ Læknir í Sviss telur að ökuþórinn Michael Schumacher muni aldrei ná sér að fullu. 20. júní 2014 10:00 Bílskúrinn: Veislan í Kanada Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. 10. júní 2014 07:00 Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök Ástralinn Mark Webber hrósaði samlanda sínum og arftaka hjá Red Bull, Daniel Ricciardo eftir að sá síðarnefndi vann kanadíska kappaksturinn á sunnudag. 12. júní 2014 16:45 Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45 Ferrari neitar að hafa hótað að hætta í F1 Forseti Ferrari, Luca di Montezemolo telur að Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hafi misst sjónar á því um hvað Formúla 1 á að snúast. 15. júní 2014 22:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Raikkonen: Ekki fleiri tilviljanakenndir snúningar Kimi Raikkonen hefur átt í ítrekuðum vandræðum með að halda Ferrari bíl sínum í skefjum í beygjum á tímabilinu. Ótt og títt virðist bíllinn snúast án nokkurrar teljandi ástæðu. Raikkonen telur að nú sé liðið búið að finna lausnina á vandanum. 19. júní 2014 21:44
Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni. 19. júní 2014 10:00
„Líklegt að Schumacher verði alltaf öryrki“ Læknir í Sviss telur að ökuþórinn Michael Schumacher muni aldrei ná sér að fullu. 20. júní 2014 10:00
Bílskúrinn: Veislan í Kanada Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. 10. júní 2014 07:00
Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök Ástralinn Mark Webber hrósaði samlanda sínum og arftaka hjá Red Bull, Daniel Ricciardo eftir að sá síðarnefndi vann kanadíska kappaksturinn á sunnudag. 12. júní 2014 16:45
Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45
Ferrari neitar að hafa hótað að hætta í F1 Forseti Ferrari, Luca di Montezemolo telur að Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hafi misst sjónar á því um hvað Formúla 1 á að snúast. 15. júní 2014 22:30