Gonzalo Balbi skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR er liðið vann 4-2 sigur á Fjölni í Borgunarbikar karla í gær.
Hann skoraði markið aðeins fáeinum mínútum eftir að Úrúgvæ hafði unnið England, 2-1, á HM í Brasilíu í gær.
Luis Suarez, eiginmaður systur Balbi, skoraði bæði mörk Úrúgvæ í leiknum og Balbi var vitanlega stoltur af sínum manni en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar