Innlent

Landsmót hafið en veðurguðirnir gætu verið hliðhollari

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/telma
Landsmót hestamanna hófst í gær með kynbótasýningum, en fyrstu keppnishestarnir mættu í braut í morgun.

Keppni í B-flokki gæðinga hófst þá en mótið verður formlega sett á fimmtudaginn.

Veðurguðirnir gætu verið hliðhollari keppendum en spáð er að stytta muni upp þegar komið er fram í miðja viku og fínasta veður á að vera á Gaddstaðaflötum á Hellu um helgina.

Mótshaldarar vonast til að allt að 10 þúsund manns sæki Landsmótið þá viku sem það stendur yfir.

„Það hafa alltaf verið mikið um viðskipti á mótinu og þetta er einskonar sýningargluggi fyrir hrossaræktendur,“ segir Axel Ómarsson, framkvæmdarstjóri Landsmótsins.

„Þarna koma bæði innlendir og erlendir aðilar og sjá það besta í ræktun og bestu hestana, svo ef menn eru að leita sér að einhverju til kaups, þá er þetta besti staðurinn.“

Axel segir erfitt að spá til um hversu margir muni mæta og þar leikur veður stórt hlutverk.

„Það rignir á okkur núna og það er leiðindalægð að ganga yfir en menn halda nú mótið fyrir því. Ef spáin gengur eftir á að rætast úr veðrinu um helgina.“

visir/telma
visir/telma
visir/telma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×