Einar S. Björnsson meltingarlæknir á Landspítalanum kom í viðtal í Bítið í gærmorgun og ræddi við þau Gulla og Huldu um græna tedrykkju.
Hann nefndi að drykkja á grænu tei í hófi væri í góðu lagi en þó séu einstaklingar sem séu viðkvæmir fyrir vissum efnum í græna teinu sem og “green tea extracti” sem oft er notað í fæðubótarefni eða sett í töfluform. Þessir einstaklingar eru í áhættuhópi fyrir áunninn lifrarskaða. Einar nefndi einnig að í raun væri kaffi ef til vill betra fyrir þá sem eru með viðkvæma lifur og væri fyrirbyggjandi fyrir lifrarsjúkdóma.
Viðtalið við Einar má finna í heild sinni hér.
Grænt te - hollt eða heilsuspillandi?
