Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - ÍBV 0-1 | Eyjamenn í undanúrslit Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 7. júlí 2014 15:13 Myndir / Daníel Rúnarsson Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“ Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“
Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast