Raikkonen missti Ferrari-fákinn út af brautinni á fyrsta hring og missti svo algjörlega stjórn á bílnum þegar hann reyndi að komast aftur út á brautina.
Hann snerist í hringi á miðri brautinni og fékk gamla liðsfélaga sinn Felipe Massa, sem nú keyrir fyrir Williams, beint á sig. Báðir þurftu að hætta keppni.
„Það er í lagi með Kimi. Þetta er ekkert alvarlegt. Við athuguðum málið mörgum sinnum og nú þurfum við bara að skoða hvort hann sé klár í næstu æfingar,“ sagði liðsstjórinn MarcoMattiacci í gærkvöldi.
Raikkonen var fluttur á spítala eftir að haltra í burtu frá bílnum eftir slysið. Óvíst er hvort hann geti tekið þátt í æfingum Ferrari á Silverstone í vikunni.